Terms and conditions

Með því að leggja inn pöntun hjá CHIC SHOP samþykkir viðskiptavinur/kaupandi neðangreinda skilmála.

Vöruverð

Vöruverð á vefsíðum CHIC SHOP innifelur 24% virðisaukaskatt. Sendingarkostnaður bætist við fyrir greiðslu og innifelur hann einnig 24% virðisaukaskatt. Verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, prentvillur og myndvillur. CHIC SHOP áskilur sér rétt til að hætta við viðskipti ef rangt verð hefur verið skráð í sölukerfið.

Innihaldslýsingar, myndir og aðrar upplýsingar

Allar upplýsingar á CHIC SHOP vefnum eru birtar með fyrirvara um mögulegar prentvillur og myndabrengl.

Greiðslur

Hægt er að greiða með öllum helstu greiðslukortum. Allar greiðslur fara fram í gegnum örugga greiðslusíðu Teya og engin greiðslukortagögn eru vistuð í kerfum CHIC SHOP.

Ef upp koma greiðsluvandamál, t.d. ef greitt er með stolnu korti, þá áskilur CHIC SHOP sér rétt til að hafna greiðslunni og hætta við pöntun.

Afhending vöru

Pantanir eru afgreiddar mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Pantanir sem berast fyrir kl 11 þessa daga fara í sendingakerfi Dropp þann dag. Sé vara ekki til á lager mun CHIC SHOP hafa samband varðandi áætlaðan afhendingartíma eða endurgreiðslu ef kaupandi vill hætta við kaupin.

Pantanir eru sendar með Dropp ehf. og koma fram upplýsingar í greiðsluferlinu um kostnað og afhendingartíma. Flutnings- og ábyrgðarskilmálar Dropp ehf. gilda um afhendingu vörunnar. Frekari upplýsingar um skilmála flutningsaðila má finna á heimasíðu Dropp ehf. CHIC SHOP ber skv. þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi.

Skilaréttur

Kaupandi getur skilað vöru innan 14 daga að því tilskyldu að hann hafi ekki notað vöruna og henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum og upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað. Flutningsgjöld eru ekki endurgreidd. Kaupandi greiðir sendingarkostnað við skil á vörum til CHIC SHOP. Vinsamlegast hafið samband á info@chicshop.is ef frekari spurningar vakna.

Skilavörur skulu sendar til:

CHIC SHOP / Blængur ehf
Þrastarási 9
221 Hafnarfirði

Persónuvernd

Viðskiptavinir CHIC SHOP verða að skrá persónuupplýsingar sínar við kaup í vefverslun, þ.e. nafn, heimilisfang, símanúmer og netfang til þess að hægt sé að afgreiða pöntun. Þessi gögn eru einungis notuð til að afgreiða pöntun og eru eingöngu aðgengileg starfsmönnum CHIC SHOP. CHIC SHOP heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp varðandi viðskipti. CHIC SHOP skuldbindur sig til að afhenda ekki gögn viðskiptavinar til þriðja aðila.

Ef viðskiptavinur óskar síðar eftir að þessum gögnun verði eytt mun CHIC SHOP verða við þeirri beiðni nema það sé ekki hægt út af bókhaldslegum eða lagalegum ástæðum.

Með því að skrá sig á póstlista samþykkir viðskiptavinur að fá sendar upplýsingar um tilboð og nýjar vörur. Netföngin eru trúnaðarupplýsingar og verða ekki afhent þriðja aðila. Óski viðskiptavinur eftir að vera tekinn af póstlista skal senda línu á info@chicshop.is

Allar greiðslur fara fram í gegnum örugga greiðslusíðu Teya og því engin greiðslukortagögn vistuð hjá CHIC SHOP.

Lög og varnarþing

Íslensk lög gilda um viðskipti á chicshop.is. Rísi mál vegna viðskipta skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.  

Annað

CHIC SHOP áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum hvenær sem er

Ábendingar og fyrirspurnir má senda á info@chicshop.is

Vefverslun CHIC SHOP er rekin af Blæng ehf., kt. 520516-1070, VSK nr 125458