Neglur
- Klipptu neglurnar þínar. Mælt er með að klippa neglurnar stuttar, niður að fingurgóm
- Hreinsaðu neglurnar þínar. Fjarlægðu naglalakk með acetone og hreinsaðu vel neglurnar með sápu og vatni til að tryggja sem besta viðloðun gervinagla við þínar neglur. Þurrkaðu neglurnar vel.
- Lagfærðu naglabönd. Notaðu naglabandapinnann til að ýta aftur naglaböndum ef þörf er á.
- Veldu réttar stærðir. Gott að vera búin að finna til réttu stærðirnar áður en límið er sett á. Einnig gott að pússa hliðar gervinagla með naglaþjölinni svo þær passi fullkomlega
- Settu eina nögl á í einu. Settu lím á þína nögl og lím á gervinögl. Passaðu að setja ekki of mikið lím. Snúðu gervinögl rétt (fram-aftur), settu hana upp við naglabandið og passaðu að hún sé bein, haltu niðri í 15 - 30 sekúndur.
- Valkvætt: Lakkaðu neglurnar. Ef þú ert með glærar gervineglur geturðu lakkað þær þegar límið hefur þornað. Ekki gleyma að setja yfirlakk (topcoat) á þær svo lakkið endist jafnlengi og neglurnar
- Haltu nöglum frá vatni í 2 - 3 klst eftir ásetningu!
- Dýfðu fingrum ofan í heitt vatn í 5 - 10 mínútur. Gott að setja sápulög og olíu út í vatnið
- Notaðu naglabandapinnann til að lyfta varlega upp gervinögl við naglabandið
- Gott að setja olíu undir nöglina fyrir hraðari fjarlægingu
- Ef nögl er enn pikkföst þá fara aftur í skref 1
- Ef lím verður eftir á nögl þá nota acetone eða naglaþjöl til að fjarlægja það
Augnhár
- Byrjaðu á því að taka augnhárin út pakkanum og sveigðu þau aðeins meðfram puttanum
- Mældu augnhárin og athugaðu hvort þau passi á augnlokið
- Ef augnhárin eru of breið fyrir augnlagið þitt, klipptu þá af endunum
- Berðu augnháralímið á augnhárin og láttu það þorna í cirka 25-30 sek. Það er mjög mikilvægt. Þú verður að bíða þangað til límið er orðið pínu sticky til að setja þau á
- Settu augnhárin alveg upp við augnhárin og klemmdu þau saman við þín eigin
Settu stök gervi augnhár á þín náttúrulegu augnhár. Eitt gervi hár er fest á eitt náttúrulegt augnhár með sérstöku lími fyrir augnháralengingar
Þessi lenging eyðileggur ekki þín náttúrulegu augnhár með réttri umhirðu
Ath, einungis fyrir fagfólk eða vana
Gerðu þínar eigin augnháralengingar heima á stuttum tíma!
Bond og seal eru notuð með DF og HBS seríunni okkar
- Þrífðu náttúrulegu augnhárin þín með olíulausum farðahreinsi og passaðu að ekkert lím eða maskari sé á augnhárunum. Mælum með að nota augnhára shampoo-ið okkar. Gott ráð er að nota augnhárabrettara áður en þú límir gerviaugnhárin á
- Settu „bond“ á augnhárin þín, alveg upp við rótina og bíddu í 30-60 sekúndur. Þetta skref er hægt að endurtaka til að augnhárin haldist lengur
- Notaðu töngina til þess að taka augnhárin upp úr boxinu. Klemmdu alveg við bandið á augnhárunum og taktu varlega upp. Raðaðu augnhárunum undir þín augnhár, u.þ.b. 1 mm frá votlínu
- Aðlagaðu augnhárin með tönginni og klemmdu þau svo við eigin augnhár þannig að þau falli betur að náttúrulegu augnhárunum þínum
- Til þess að augnhárin haldist sem lengst á og augnhárin séu ekki klístruð er „sealant“ sett yfir „bond“. Notið endann á greiðunni til þess að setja „sealant“ á augnhárin og greiddu svo í gegnum þau
- Leyfðu augnhárunum að þorna í um það bil 30-60 sekúndur, klemmdu svo aftur saman með tönginni (ath. augnhárin haldast lengur á ef þau eru klemmd saman daglega).
Forðastu svo að bleyta augnhárin næstu 24 klukkustundirnar
Bond:
Lítið magn af Bond er sett á þín eigin augnhár við rótina. Klemmdu augnhárin saman með augnháratöng til þess að halda þeim á réttum stað. Settu HBS og/eða DF augnhárin að eigin vali undir hjá rót náttúrulegu augnháranna.
Seal:
Settu seal við rót augnháranna. Seal er sett á augnhárin til þess að fjarlægja allt klístur og festa augnhárin vel. Með þessum hætti haldast augnhárin á yfir allan daginn.
Remover:
Settu „remover“ á augnhárin og bíddu í 20-30 sekúndur. Fjarlægðu síðan augnhárin með því að taka í bandið á augnhárunum.